Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. júlí 2020 20:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Fyrsta tap Þórs kom gegn Vestra á heimavelli
Lengjudeildin
Nacho Gil skoraði sigurmarkið á gamla heimavellinum.
Nacho Gil skoraði sigurmarkið á gamla heimavellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 0 - 1 Vestri
0-1 Ignacio Gil Echevarria ('45 )
Rautt spjald: Vladimir Tufegdzic, Vestri ('50)
Lestu nánar um leikinn

Vestri gerði sér lítið fyrir, fór til Akureyrar og vann þar sigur á Þórsurum. Og það þrátt fyrir að vera einum færri frá 50. mínútu.

Mikil töf varð á leiknum um miðjan fyrri hálfleik þegar Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, meiddist illa og var borinn af velli.

Það var 21 mínútu bætt við í fyrri hálfleik og í þeim langa uppbótartíma skoruðu gestirnir. Það var fyrrum Þórsarinn Nacho Gil sem skoraði. „Nacho vann boltann á miðjunni, skeiðar inn á teiginn og á skot með vinstri fæti í hægra hornið. Ekki fast skot en Aron Birkir hreyfðist ekki í markinu," skrifaði Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke í beinni textalýsingu.

Í byrjun seinni hálfleiks fékk Vladimir Tufegdzic fyrir tæklingu á Hermanni Helga Rúnarssyni. Einum færi tókst hins vegar Vestramönnum að halda út og landa sigrinum. Lokatölur 1-0 fyrir Vestra.

Þór hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína fyrir leikinn í kvöld, en þeirra fyrsta tap staðreynd. Þór er með níu stig í þriðja sæti og er Vestri með fjögur stig í sjöunda sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner