Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. júlí 2021 09:24
Elvar Geir Magnússon
Grealish var tekinn af velli: Skiptir ekki máli, við erum í úrslitaleiknum
Southgate spjallar við Grealish.
Southgate spjallar við Grealish.
Mynd: Getty Images
England vann Danmörku á umdeildri vítaspyrnu í framlengingu þegar liðin áttust við í undanúrslitum EM alls staðar. England mun leika gegn Ítalíu í úrslitaleik á sunnudag.

Þegar England var 2-1 yfir í framlengingunni var Jack Grealish tekinn af velli fyrir varnarmanninn Kieran Trippier. Þetta var umdeild ákvörðun en Grealish hafði komið inn af bekknum fyrr í leiknum.

Það er oft talað um að það sé niðurlægjandi fyrir fótboltamann að koma inn sem varamaður og vera svo tekinn aftur út af.

En þannig var það ekki í þessu tilfelli. Þegar Gareth Southgate landsliðsþjálfari fór að Grealish eftir leik til að útskýra ákvörðun sína sagði leikmaðurinn: „Stjóri, þetta skiptir engu máli, mér er alveg sama. Við erum komnir í úrslitaleikinn!"

Mikil samheldni einkennir enska landsliðið og á fréttamannafundi eftir leikinn sagði Southgate að Grealish sýndi því skilning að hafa verið tekinn af velli. Danir voru að leggja allt kapp á að finna jöfnunarmark og Southgate vildi bæta inn varnarmanni.

„Hann er góður, hann skildi þetta. Hann var frábær þegar hann kom inn og gaf okkur nýja eiginleika. En eftir að þeir lentu undir köstuðu þeir fjórum mönnum fram svo við þurftum að fá inn varnarmann aukalega. Ég vildi halda Raheem Sterling inni með þann hraða sem hann er með og þurfti því að taka annan af þeim mönnum sem höfðu komið inn af bekknum," segir Southgate.

Grealish sýndi svo með færslu á Twitter að það er alls enginn pirringur af hans hálfu, liðið er í forgangi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner