Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mán 08. júlí 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton vinnur kappið um liðsfélaga Kolbeins
Yalcouyé í baráttu við Omar Faraj, leikmann AIK.
Yalcouyé í baráttu við Omar Faraj, leikmann AIK.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hafði betur gegn Southampton í kapphlaupinu um Malick Junior Yalcouyé, 18 ára miðjumann IFK Göteborg í efstu deild sænska boltans.

Yalcouyé hefur verið að leika við hlið Kolbeins Þórðarsonar á miðju Gautaborgar að undanförnu og vakið mikla athygli á sér.

Sky Sports greinir frá því að Yalcouyé sé að gangast undir læknisskoðun hjá Brighton í dag, en hann var ekki með Gautaborg í 2-0 tapi gegn Varnamo um helgina.

Yalcouye er fæddur í Malí og gekk til liðs við Gautaborg úr röðum ASEC Mimosas, stórliðs frá Fílabeinsströndinni.

Hann leikur sem miðjumaður að upplagi en getur einnig spilað úti á hægri kanti.

Talið er að Brighton borgi um 10 milljónir evra fyrir Yalcouyé, sem gerir fimm ára samning við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner