„Jafntefli hefðu bara verið fín úrslit fyrir okkur, að taka eitt stig hérna fyrir norðan,” sagði Gunnar Guðmundsson þjálfari Gróttu eftir 1-0 tap gegn KA á Akureyrarvelli í dag.
Lestu um leikinn: KA 1 - 0 Grótta
„Mér fannst KA fá alveg ágætis færi, við sluppum vel í nokkur skipti en við vissum alveg að það yrði erfitt, sérstaklega í fyrri hálfleik og vissum við að við myndum vinna á eftir því sem liði á leikinn, og það náttúrlega gerðist. Í seinni hálfleik vorum við að eiga ágætis upphlaup en það dugði því miður ekki til.”
Aðspurður hvort honum finnist útlit sinna vera orðið svart sagði Gunnar:
„Ég er ekki sammála því, útlitið er alveg ágætt hjá okkur. Við erum bara ennþá í baráttu um að halda okkar sæti í deildinni og við vissum að það yrði okkar hlutskipti fyrir mótið, þannig að við erum bara á þeim stað sem við vissum að við myndum vera að berjast um. Við erum nálægt þeim liðum sem við erum að berjast við og við vitum að við eigum séns.”
Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir