Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 08. ágúst 2020 07:30
Aksentije Milisic
Coman missir af leiknum gegn Chelsea
Franski kantmaðurinn Kingsley Coman mun missa af síðari leik Bayern Munchen og Chelsea í Meistaradeild Evrópu sem fer fram í kvöld.

Coman æfði ekki í gær en hann á við vöðvameiðsli að stríða. Leikmaðurinn æfði einn í gær og ljóst er að hann verður ekki klár í slaginn. Þá er Benjamin Pavard einnig á meiðslalistanum.

Hans Flick, þjálfari Bayern, sagði að Ivan Perisic eða Philippe Coutinho muni koma inn í liðið í stað Coman.

Leikurinn í kvöld hefst kl.19 en Bayern er í leit að þrennunni þetta tímabilið. Liðið vann deildina og bikarinn í Þýskalandi á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner