Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Gísli Laxdal (ÍA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leó Ernir Reynisson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Leó Ernir Reynisson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Heimasíða ÍA
Gísli Laxdal er leikmaður sem hefur tekið þátt í öllum leikjum ÍA í sumar nema einum. Gísli lék með Skallagrími og Kára á síðustu leiktíð ásamt því að leika með 2. flokki ÍA.

Með 2. flokki varð Gísli Íslandsmeistari síðustu tvö tímabil. Í sumar hefur hann byrjað þrjá leiki í liði ÍA og komið sex sinnum inn á sem varamaður. Í dag sýnir Gísli á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Gísli Laxdal Unnarsson

Gælunafn: það eru nokkur en mér líka best við gilli

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég spilaði fyrsta í maí 2019 með Sköllunum

Uppáhalds drykkur: Rauður plús

Uppáhalds matsölustaður: Galito

Hvernig bíl áttu: Honda Accord

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Big bang theory

Uppáhalds tónlistarmaður: Kendrick Lamar

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Snickers, oreo og rice krispies

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “756282 is your verification code” boring

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Stjörnunni

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Louie Sibley í Derby

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég hef haft marga góða en þeir sem standa upp úr eru Jói Kalli, Siggi jóns og Beggi

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Valgeir V

Sætasti sigurinn: Vinna Íslandsmótið í 2.fl síðustu 2 ár

Mestu vonbrigðin: Að vinna ekki bikarinn í fyrra í 2.fl

Uppáhalds lið í enska: Man utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gary Martin

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann klárt. Síðan er Ylfa Laxdal helvíti efnileg

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Mikael Hrafn gef honum það

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Björk

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sigurður Hrannar fær það

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tjékka í símann

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Er mikill Nba maður.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Tungumálum

Vandræðalegasta augnablik: Það var þegar ég fékk fysta og eina rauða spjaldið mitt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Mikael Hrafn, Marvin Darra og Sigurð Hrannar það yrði einhver veislan

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hata að fara í flugvélar

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það er Leó Reynis, ég hef mjög gaman af honum

Hverju laugstu síðast: Ég lýg ekki af því ég er svo lélegur lygari

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: það er upphitun

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Ronaldo vel valda spurningu
Athugasemdir
banner
banner