mán 08. ágúst 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Isco til Sevilla (Staðfest)
Mynd: EPA
Isco Alarcón er orðinn leikmaður Sevilla en hann gerði tveggja ára samning við félagið. Hann stóðst læknisskoðun í morgun og kemur á frjálsri sölu frá Real Madrid.

Isco er þrítugur sóknarmiðjumaður sem gekk til liðs við Real Madrid frá Malaga árið 2012 en hann hefur unnið spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina fimm sinnum með Madridar liðinu.

Hann verður kynntur formlega fyrir framan stuðningsmenn Sevilla á næstu dögum.

Hann lék 38 landsleiki og skoraði 12 mörk á árunum 2013-2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner