Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 08. ágúst 2022 18:30
Elvar Geir Magnússon
Leikið um Ofurbikar Evrópu í Helsinki á miðvikudag
Eduardo Camavinga, leikmaður Real Madrid.
Eduardo Camavinga, leikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid og Eintracht Frankfurt mætast í fyrsta sinn í 62 ár þegar liðin leika um Ofurbikar Evrópu í Helsinki í Finnlandi á miðvikudaginn.

Real Madrid vann Meistaradeildina en Frankfurt vann Evrópudeildina og mætast liðin í þessum árlega Ofurbikarleik.

Liðin léku til úrslita í Evrópubikarnum 1960 þar sem Real Madrid vann keppnina í fimmta sinn í röð. Liðið vann Frankfurt 7-3 á Hampden Park í Glasgow í Skotlandi.

Leikurinn á miðvikudag verður á hinum fræga Ólympíuleikvangi í Helsinki en þar fóru Ólympíuleikarnir 1952 fram. Leikvangurinn gekk í gegnum miklar endurbætur sem voru kláraðar 2020.

Leikur Real Madrid og Eintracht Frankfurt hefst klukkan 19 á miðvikudag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Athugasemdir
banner
banner
banner