Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 08. september 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Hamren: Ef við spilum illa getum við tapað stórt
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, sagði á fréttamannafundi fyrir leikinn við Belga í kvöld að íslenska liðið geti lent í miklum vandræðum ef það nær sér ekki á strik í kvöld.

Ísland tapaði 3-0 og 2-0 gegn Belgum í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum en Belgar eru efstir á heimslista FIFA.

„Ef þú spilar illa þá getur þú tapað stórt hér. Það er hættan gegn liðum eins og Belgíu. Þeir eru að mínu mati eitt af sigurstranglegustu liðunum fyrir EM á næsta ári," sagði Hamren á fréttamannafundinum.

„Þetta er númer eitt gegn númer 39 í heiminum svo allir búast við belgískum sigri. Það var líka þannig í Þjóðadeildinni fyrir tvemur árum síðan. Mér fannst við ekki spila illa þá en við töpuðum tvívegis."

„Mikilvægast er að vera klárir sem lið svo við getum tekist á við stöður í leiknum þar sem við erum einn á móti einum. Sóknarlega verðum við að reyna að gera eitthvað en við þurfum líka að vera raunsæir. Besti möguleiki okkar á að skora er úr skyndisóknum."


Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner