Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 08. september 2021 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM: Óvænt jafntefli í Armeníu
Leikmenn Liechtenstein náðu í fyrsta stigið gegn Armeníu í kvöld
Leikmenn Liechtenstein náðu í fyrsta stigið gegn Armeníu í kvöld
Mynd: EPA
Armenía 1 - 1 Liechtenstein
1-0 Henrikh Mkhitaryan ('45 , víti)
1-1 Noah Frick ('80 )

Liechtenstein náði í afar óvænt stig til Armeníu í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld en jöfnunarmarkið kom tíu mínútum fyrir leikslok.

Armenar hafa verið frábærir til þessa í undankeppninni og gert sterkt tilkall á HM í Katar.

Henrikh Mkhitaryan kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en þegar tíu mínútur voru eftir jafnaði Noah Frick metin.

Armenum tókst ekki að bera sigur úr býtum og þurftu því að sætta sig við stig en leikmenn Liechtenstein gátu fagnað því þetta var fyrsta stig þeirra í undankeppninni og aðeins annað mark liðsins.

Armenía er því með 11 stig í 2. sæti eftir sex leiki en Liechtenstein á botninum með 1 stig.
Athugasemdir
banner
banner