Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 08. september 2022 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miklar líkur á að leikjum helgarinnar verði frestað
Ensku deildarsamtökin, EFL, hafa sent frá sér stutta tilkynningu þar sem segir að rætt verði við ríkisstjórnina um komandi leiki í ensku deildunum.

Elísabet önnur Bretlandsdrottning lét lífið fyrr í dag og í framhaldinu verður líklega lýst yfir þjóðarsorg á Bretlandi.

Mikill möguleiki er á því að það verði því enginn fótbolti spilaður um helgina á Englandi.

Það er þétt leikjadagskrá fram að HM sem hefst í nóvember og því ekki mikið svigrúm til tilfæringa.



Athugasemdir
banner
banner