Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 08. september 2024 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Myndi ekki skipta leikmönnum Íslands fyrir einn né neinn
Icelandair
Frá æfingu Íslands í dag.
Frá æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, fékk áhugaverða spurningu á fréttamannafundi í dag.

Á morgun spilar Ísland sinn annan leik í Þjóðadeildinni er þeir heimsækja Tyrki. Fyrsti leikurinn var sigurleikur gegn Svartfjallalandi síðasta föstudagskvöld.

Hareide var spurður að því - af tyrkneskum fréttamanni - hvaða leikmann hann myndi taka úr tyrkneska hópnum og setja inn í íslenska hópinn.

„Ég er mjög ánægður með leikmennina sem ég hef í mínu liði og myndi ekki breyta neinu við þá," sagði Hareide þá.

„Ég veit að allar þjóðir eru með góða leikmenn og Tyrkland er með góða leikmenn, en ég horfi ekki á þá. Ég horfi í það að ná því besta út úr mínum leikmönnum."

Leikur Tyrklands og Íslands hefst 18:45 annað kvöld og er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner