Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
Turnar Segja Sögur: Fc Risar vs Fc Dvergar
Hugarburðarbolti GW 1 Ballið er byrjað!
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Enski boltinn - Arsenal með mark úr horni
Leiðin úr Lengjunni: Þór í kjörstöðu og toppsætið innan seilingar hjá Þrótti
Staðan tekin fyrir endasprettinn í neðri deildunum! 
Útvarpsþátturinn - Afhroð í Kóngsins og spáin fyrir enska
   lau 08. október 2016 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörtur Hermanns: Ekki að fela okkur á bak við afsakanir
Viðtalið var tekið á Hótel Natura í morgun.
Viðtalið var tekið á Hótel Natura í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það er náttúrulega bara spenningur í loftinu," sagði Hjörtur Hermannsson, fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net nú áðan.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræddu við Hjört á hóteli U21-landsliðsins.

Framundan er leikur gegn Úkraínu í undankeppni EM og þar er allt undir.

Strákarnir í U21 landsliðinu geta með sigri gegn Úkraínu á þriðjudag tryggt sér sæti í lokakeppninni, sem fram fer í Póllandi, á næsta ári.

„Þegar maður lítur aftur í tímann og skoðar þessi viðtöl sem maður hefur verið að fara í þá er það strax ljóst frá fyrsta leik, heima á móti Makedóníu, að við vorum ekkert að fela okkur á bak við einhverjar afsakanir og við segjum bara að við ætlum að vinna þennan riðil," sagði Hjörtur ennfremur, en riðill Íslands er alls ekki sá auðveldasti.

Hjörtur vill sjá sem flesta á vellinum og hvetur fótboltafélög á landinu til þess að færa æfingar sínar í kringum leikinn. Leikurinn hefst klukkan 16:45 á þriðjudaginn.

„Það er rosalega mikið í húfi og við viljum fá sem flesta á völlinn. Mig langar að hvetja félögin á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar frá að "adjusta" kannski áætlunum sínum, færa æfingar til og hvetja iðkendur sína til þess að mæta á völlinn. Við viljum hafa sem flesta."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner