Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 08. október 2021 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svekkjandi jafntefli - Ísak skoraði eftir kolólöglegt mark
Icelandair
Mjög svekkjandi jafntefli niðurstaðan.
Mjög svekkjandi jafntefli niðurstaðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 1 Armenía
0-1 Kamo Hovhannisyan ('35 )
1-1 Ísak Bergmann Jóhannesson ('77 )
Lestu um leikinn

Niðurstaðan var jafntefli þegar Ísland mætti Armeníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn til að byrja með en það voru Armenar sem tóku forystuna á 35. mínútu leiksins. Varnarleikurinn í markinu var mjög slakur, en markið hefði aldrei átt að standa þar sem boltinn var farinn lengst út af.

Staðan var 0-1 í hálfleik. Það tók Ísland langan tíma að finna taktinn í seinni hálfleik og var frammistaðan framan af ekki upp á marga fiska.

Svo kom gott augnablik á 77. mínútu. „Geggjuð skipting frá Alberti beint á Birki Má sem gerir vel að koma sér inn á teiginn. Finnur þar Ísak dauðafrían í teignum sem bregst ekki bogalistinn og setur boltann í netið af markteigslínunni," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu þegar Ísak Bergmann Jóhannesson, sem er 18 ára, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.

Ísland náði ekki að fylgja markinu nægilega vel eftir og lokatölur því 1-1.

Ísland er í fimmta sæti riðilsins með fimm stig. Armenía er í þriðja sæti með tólf stig. Ísland á tæknilega séð enn möguleika á því að komast á HM; það eru sjö stig í annað sætið. Þó það sé auðvitað gríðarlega ólíklegt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner