Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. október 2021 19:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig fékk mark Armeníu að standa? - Boltinn lengst út af
Icelandair
Boltinn var farinn lengst út af.
Boltinn var farinn lengst út af.
Mynd: Skjáskot - RÚV
Armenía hefur tekið forystuna gegn Íslandi í leik sem er núna í gangi í undankeppni HM.

Það er með hreinum ólíkindum að mark Armeníu hafi fengið að standa.

Sókn Armeníu hófst þannig að markvörður Armeníu hélt boltanum áfram í leik, þó svo að boltinn hafi verið farinn lengst út af. Dómarinn leyfði leiknum að halda áfram, Armenía fór upp völlinn og skoraði.

Það er VAR, myndbandsdómgæsla, á leiknum en þrátt fyrir það fékk markið að standa. Íslenska liðið hefði svo sannarlega átt að gera betur varnarlega en markið var samt sem áður kolólöglegt.

Hægt er að sjá myndband af markinu hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner