Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 08. október 2024 09:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framtíð Ten Hag og Liverpool horfir til Frankfurt
Powerade
Ten Hag.
Ten Hag.
Mynd: EPA
Omar Marmoush.
Omar Marmoush.
Mynd: EPA
Sane aftur til Englands?
Sane aftur til Englands?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade og er það BBC sem tekur saman það helsta í slúðrinu.



Framtíð stjórans Erik ten Hag hjá Manchester United verður ákveðin á fundi í dag. Ruud van Nistelrooy, aðstoðarmaður Ten Hag er sagður líklegastur til að taka við til bráðabirgða ef farið verður í breytingar. (Guardian)

Man Utd horfir til Thomas Tuchel ef Ten Hag verður látinn fara. (MEN)

Ten Hag er á því að það sé enn trú á sér hjá ráðamönnum félagsins þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. (ESPN)

Liverpool hefur áhuga á Omar Marmoush (25) framherja Frankfurt. Aston Villa og Forest vildu fá hann í sumar. (Sky í Þýskalandi)

Man City íhugar að reyna við Martin Zubimendi (25) í janúar vegna meiðsla Rodri. (Relevo)

West Ham mun setja risamiða á Mohammed Kudus (24) næsta sumar svo hann geti ekki farið. Liverpool, Arsenal, City og Chelsea hafa öll áhuga. (Football Insider)

Newcastle mun reyna við Leroy Sane (28) næsta sumar þegar samningur hans við Bayern Munchen rennur út. (Football Insider)

Bayern er tilbúið að gera Jamal Musiala (21) að jafnlaunahæsta leikmanni félagsins. Bayern er til í að greiða honum um 400 þúsund pund í vikulaun sem er það sama og Harry Kane fær. (Sky í Þýskalandi)

Wolves ætlar að halda í stjórann Gary O'Neil en Jack Wilson, sem sá um föstu leikatriðin, hefur verið látinn fara. (Sky Sports)

Barcelona fylgist með Jonathan David (24) framherja Lille. (Todofichajes)

PSG er með augastað á Ederson, markverði Man City, fyrir næsta sumar. (Mail)

Erik ten Hag hafnaði tækifærinu á að fá Ollie Watkins fyrir ári síðan því hann vildi frekar frá Rasmus Höjlund. (Mail)

Angel Gomes útilokar ekki endurkomu til Man Utd í framtíðinni. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner