Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   þri 08. október 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Amanda í sigurliði í Glasgow - Chelsea lagði Real Madrid
Amanda var í lykilhlutverki í sterku liði Vals í sumar áður en hún skipti yfir til Twente.
Amanda var í lykilhlutverki í sterku liði Vals í sumar áður en hún skipti yfir til Twente.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Íslenska landsliðskonan Amanda Jacobsen Andradóttir var í byrjunarliðinu hjá FC Twente sem heimsótti skoska stórveldið Celtic í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í kvöld.

Kayleigh van Dooren skoraði eina markið í fyrri hálfleik þar sem Twente var sterkari aðilinn en leikurinn var jafnari eftir leikhlé.

Twente gerði vel að halda heimakonum í Celtic niðri í síðari hálfleik sem var jafn og tíðindalítill. Van Dooren skoraði annað mark til að innsigla 0-2 sigur fyrir Twente, áður en Amöndu var skipt af velli á 86. mínútu.

Chelsea og Real Madrid eru einnig með í riðlinum og áttust stórliðin við í innbyrðisviðureign, þar sem Chelsea hafði betur á heimavelli.

Sjoeke Nusken og Guro Reiten tóku forystuna fyrir Chelsea áður en Alba Redondo minnkaði muninn og var staðan 2-1 í leikhlé.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þar sem Real Madrid fékk fleiri færi en Chelsea nýtti sín betur. Chelsea byrjaði síðari hálfleikinn betur og tvöfaldaði hin kólumbíska Mayra Ramírez forystu heimakvenna á ný á 53. mínútu.

Real átti góðan kafla í síðari hálfleik og minnkaði Linda Caicedo muninn aftur niður í eitt mark á 84. mínútu, en Real tókst ekki að gera jöfnunarmark svo lokatölur urðu 3-2 eftir spennandi slag.

Celtic 0 - 2 Twente
0-1 Kayleigh van Dooren ('44)
0-2 Kayleigh van Dooren ('85)

Chelsea 3 - 2 Real Madrid
1-0 Sjoeke Nusken ('2)
2-0 Guro Reiten ('27, víti)
2-1 Alba Redondo ('39)
3-1 Mayra Ramirez ('53)
3-2 Linda Caicedo ('84)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner