Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 08. október 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Palmer leikmaður ársins hjá enska landsliðinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Cole Palmer hefur verið valinn sem leikmaður tímabilsins hjá enska landsliðinu fyrir tímabilið 2023-24 þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sinn fyrsta A-landsleik í nóvember í fyrra.

Palmer var valinn bestur framyfir Jude Bellingham og Bukayo Saka sem enduðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu.

Palmer hefur aðeins spilað 9 A-landsleiki á ferlinum og þar af eru einungis tveir byrjunarliðsleikir, en hann skoraði eina mark Englands í 2-1 tapi gegn Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar.

Palmer var einnig valinn sem besti ungi leikmaður síðasta úrvalsdeildartímabils á Englandi eftir að hafa skinið skært með Chelsea þar sem hann raðaði inn mörkum og stoðsendingum, eitthvað sem hann hefur haldið áfram að gera á nýju deildartímabili.

Palmer er aðeins 22 ára gamall og var keyptur til Chelsea frá Manchester City í fyrrasumar.

Saka var kjörinn bestur síðustu tvö tímabil með enska landsliðinu en þar áður hafa leikmenn á borð við Harry Kane, Wayne Rooney, Steven Gerrard, Frank Lampard og David Beckham verið valdir sem bestir.

Leikmaður ársins hjá enska landsliðinu
2023-24 – Cole Palmer (Chelsea)

2022-23 – Bukayo Saka (Arsenal)

2021-22 – Bukayo Saka (Arsenal)

2019 – Jordan Henderson (Liverpool)

2018 – Harry Kane (Tottenham Hotspur)

2017 – Harry Kane (Tottenham Hotspur)

2016 – Adam Lallana (Liverpool)

2015 – Wayne Rooney (Manchester United)

2014 – Wayne Rooney (Manchester United)

2012 – Steven Gerrard (Liverpool)

2011 – Scott Parker (Tottenham Hotspur)

2009 – Wayne Rooney (Manchester United)

2008 – Wayne Rooney (Manchester United)

2007 – Steven Gerrard (Liverpool)

2006 – Owen Hargreaves (Bayern Munich)

2005 – Frank Lampard (Chelsea)

2004 – Frank Lampard (Chelsea)

2003 – David Beckham (Manchester United)
Athugasemdir
banner
banner
banner