Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 08. október 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Tækifærið er að renna Kelleher úr greipum"
Mynd: Getty Images
Caoimhin Kelleher fær líklega traustið til að verja mark Liverpool í næstu leikjum í kjölfar meiðsla Alisson Becker. Alisson haltraði af velli gegn Crystal Palace og er búist við því að hann verði nokkrar vikur að jafna sig á meiðslum aftan í læri.

Framundan eru stórleikir gegn Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Shay Given, fyrrum landsliðsmarkvörður Íra, tjáði sig um stöðu núverandi aðalmarkvarðar írska landsliðsins í dag.

„Sumarið var fullkominn tími fyrir Caoimhin að færa sig um set og sýna öllum að hann er nógu góður af því hann er aðalmarkvörður Írlands þessa stundina og við þurfum á því að halda að hann sé að spila reglulega í úrvalsdeildinni. Hann er á því getustigi," sagði Given.

„Hver leikur sem líður hjá, þar sem hann spilar ekki, er leikur sem hann fær ekki til baka. Hann á einn feril, eitt líf og eitt tækifæri til að vera topp markvörður í úrvalsdeildinni og það tækifæri er að renna honum úr greipum."

„Hann þarf að spila fótbolta reglulega. Það er aðalatriðið,"
sagði Given.

Kelleher tjáði sig sjálfur um stöðu mála fyrr í haust og sagði þá að það væri ekki eingöngu undir honum komið hvort hann færi frá Liverpool eða ekki. Liverpool þyrfti alltaf að samþykkja tilboð á meðan hann er samningsbundinn félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner