Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2022 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luis Enrique lætur af störfum (Staðfest)
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique hefur látið af störfum sem þjálfari spænska landsliðsins, hann mun ekki halda áfram í því starfi.

Spænska fótboltasambandið var að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis.

Enrique hefur stýrt spænska landsliðinu frá 2018. Undir hans stjórn fór liðið í undanúrslit á Evrópumótinu í fyrra en árangurinn á HM í Katar var mikil vonbrigði. Spánverjar féllu úr leik í 16-liða úrslitum gegn Marokkó.

Í yfirlýsingu frá spænska fótboltasambandinu er Enrique þakkað fyrir sín störf. Er honum sérstaklega hrósað fyrir að hafa hleypt mörgum ungum leikmönnum að með A-landsliðinu.

Enrique stýrði Barcelona áður en hann tók við Spáni og náði þar stórkostlegum árangri.

Luis de la Fuente, þjálfari U21 landsliðs Spánar, er líklegastur til að taka við starfinu af Enrique.
Athugasemdir
banner
banner
banner