Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist ekki hafa neinn áhuga á að ræða titilbaráttu á þessum tímapunkti tímabilsins.
Man City gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace í gær og hefur því aðeins unnið einn leik af síðustu fimm í deildinni.
Liðið hefur verið í miklu veseni á tímabilinu og er nú þegar átta stigum frá toppliði Liverpool sem á leik inni.
„Við tökum stigið. Við börðumst ótrúlega og komum tvisvar til baka. Þetta er tímabil þjáninga, en sjáum hvað gerist í síðasta mánuðinum.“
„Við getum ekki talað um titilbaráttu þegar við töpuðum fjórum leikjum í röð og gerum jafntefli. Við munum reyna að endurheimta leikmenn og síðan sjáum við stöðuna í síðasta mánuði tímabilsins.“
„Við verðum að spila fleiri leiki til að fá meiri stöðugleika. Þetta er erfið staða sem við erum í, en ég er samt ánægður fyrir hönd leikmanna. Þeir börðust og gerðu allt í leiknum,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir