Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 09. janúar 2019 11:14
Elvar Geir Magnússon
Doha
Adam Örn: Neðst á blaði að koma aftur heim
Icelandair
Adam á æfingu í Katar í gær.
Adam á æfingu í Katar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þetta er tækifæri til að sýna hvað maður getur og það í frábærum aðstæðum," segir bakvörðurinn Adam Örn Arnarson en hann er meðal leikmanna í landsliðshópnum sem er í Katar.

Ísland mætir Svíþjóð á föstudag og leikur svo gegn Eistlandi á þriðjudaginn.

„Maður veit ekki hvað maður er að fara að spila mikið en ég verð að nýta þær mínútur sem ég fæ."

Þessi 23 ára leikmaður er án félags en hann yfirgaf Álasund í Noregi eftir að liðinu mistókst að komast upp í efstu deild.

„Eins og staðan er þá veit ég ekkert hvað ég er að fara að gera. Ég er bara laus og er að bíða og sjá, það er ekki mikið hægt að segja. Maður hefur heyrt af einhverjum áhuga en það hefur ekki farið lengra," segir Adam en félög í Svíþjóð og víðar í Skandinavíu hafa horft til hans.

Hann vonast til að vera ekki á heimleið í Pepsi-deildina.

„Í mínum huga yrði það 'Worst-case scenario', með fullri virðingu fyrir Pepsi-deildinni. Maður vill vera úti. Þá er meiri möguleiki á að vera í landsliðinu. Það er auglýsing fyrir mig að vera hérna núna."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner