Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   mið 09. janúar 2019 11:14
Elvar Geir Magnússon
Doha
Adam Örn: Neðst á blaði að koma aftur heim
Icelandair
Adam á æfingu í Katar í gær.
Adam á æfingu í Katar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þetta er tækifæri til að sýna hvað maður getur og það í frábærum aðstæðum," segir bakvörðurinn Adam Örn Arnarson en hann er meðal leikmanna í landsliðshópnum sem er í Katar.

Ísland mætir Svíþjóð á föstudag og leikur svo gegn Eistlandi á þriðjudaginn.

„Maður veit ekki hvað maður er að fara að spila mikið en ég verð að nýta þær mínútur sem ég fæ."

Þessi 23 ára leikmaður er án félags en hann yfirgaf Álasund í Noregi eftir að liðinu mistókst að komast upp í efstu deild.

„Eins og staðan er þá veit ég ekkert hvað ég er að fara að gera. Ég er bara laus og er að bíða og sjá, það er ekki mikið hægt að segja. Maður hefur heyrt af einhverjum áhuga en það hefur ekki farið lengra," segir Adam en félög í Svíþjóð og víðar í Skandinavíu hafa horft til hans.

Hann vonast til að vera ekki á heimleið í Pepsi-deildina.

„Í mínum huga yrði það 'Worst-case scenario', með fullri virðingu fyrir Pepsi-deildinni. Maður vill vera úti. Þá er meiri möguleiki á að vera í landsliðinu. Það er auglýsing fyrir mig að vera hérna núna."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner