Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mið 09. janúar 2019 11:14
Elvar Geir Magnússon
Doha
Adam Örn: Neðst á blaði að koma aftur heim
Icelandair
Adam á æfingu í Katar í gær.
Adam á æfingu í Katar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þetta er tækifæri til að sýna hvað maður getur og það í frábærum aðstæðum," segir bakvörðurinn Adam Örn Arnarson en hann er meðal leikmanna í landsliðshópnum sem er í Katar.

Ísland mætir Svíþjóð á föstudag og leikur svo gegn Eistlandi á þriðjudaginn.

„Maður veit ekki hvað maður er að fara að spila mikið en ég verð að nýta þær mínútur sem ég fæ."

Þessi 23 ára leikmaður er án félags en hann yfirgaf Álasund í Noregi eftir að liðinu mistókst að komast upp í efstu deild.

„Eins og staðan er þá veit ég ekkert hvað ég er að fara að gera. Ég er bara laus og er að bíða og sjá, það er ekki mikið hægt að segja. Maður hefur heyrt af einhverjum áhuga en það hefur ekki farið lengra," segir Adam en félög í Svíþjóð og víðar í Skandinavíu hafa horft til hans.

Hann vonast til að vera ekki á heimleið í Pepsi-deildina.

„Í mínum huga yrði það 'Worst-case scenario', með fullri virðingu fyrir Pepsi-deildinni. Maður vill vera úti. Þá er meiri möguleiki á að vera í landsliðinu. Það er auglýsing fyrir mig að vera hérna núna."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner