„Þetta er tækifæri til að sýna hvað maður getur og það í frábærum aðstæðum," segir bakvörðurinn Adam Örn Arnarson en hann er meðal leikmanna í landsliðshópnum sem er í Katar.
Ísland mætir Svíþjóð á föstudag og leikur svo gegn Eistlandi á þriðjudaginn.
„Maður veit ekki hvað maður er að fara að spila mikið en ég verð að nýta þær mínútur sem ég fæ."
Þessi 23 ára leikmaður er án félags en hann yfirgaf Álasund í Noregi eftir að liðinu mistókst að komast upp í efstu deild.
Ísland mætir Svíþjóð á föstudag og leikur svo gegn Eistlandi á þriðjudaginn.
„Maður veit ekki hvað maður er að fara að spila mikið en ég verð að nýta þær mínútur sem ég fæ."
Þessi 23 ára leikmaður er án félags en hann yfirgaf Álasund í Noregi eftir að liðinu mistókst að komast upp í efstu deild.
„Eins og staðan er þá veit ég ekkert hvað ég er að fara að gera. Ég er bara laus og er að bíða og sjá, það er ekki mikið hægt að segja. Maður hefur heyrt af einhverjum áhuga en það hefur ekki farið lengra," segir Adam en félög í Svíþjóð og víðar í Skandinavíu hafa horft til hans.
Hann vonast til að vera ekki á heimleið í Pepsi-deildina.
„Í mínum huga yrði það 'Worst-case scenario', með fullri virðingu fyrir Pepsi-deildinni. Maður vill vera úti. Þá er meiri möguleiki á að vera í landsliðinu. Það er auglýsing fyrir mig að vera hérna núna."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir