Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 09. janúar 2019 11:14
Elvar Geir Magnússon
Doha
Adam Örn: Neðst á blaði að koma aftur heim
Icelandair
Adam á æfingu í Katar í gær.
Adam á æfingu í Katar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þetta er tækifæri til að sýna hvað maður getur og það í frábærum aðstæðum," segir bakvörðurinn Adam Örn Arnarson en hann er meðal leikmanna í landsliðshópnum sem er í Katar.

Ísland mætir Svíþjóð á föstudag og leikur svo gegn Eistlandi á þriðjudaginn.

„Maður veit ekki hvað maður er að fara að spila mikið en ég verð að nýta þær mínútur sem ég fæ."

Þessi 23 ára leikmaður er án félags en hann yfirgaf Álasund í Noregi eftir að liðinu mistókst að komast upp í efstu deild.

„Eins og staðan er þá veit ég ekkert hvað ég er að fara að gera. Ég er bara laus og er að bíða og sjá, það er ekki mikið hægt að segja. Maður hefur heyrt af einhverjum áhuga en það hefur ekki farið lengra," segir Adam en félög í Svíþjóð og víðar í Skandinavíu hafa horft til hans.

Hann vonast til að vera ekki á heimleið í Pepsi-deildina.

„Í mínum huga yrði það 'Worst-case scenario', með fullri virðingu fyrir Pepsi-deildinni. Maður vill vera úti. Þá er meiri möguleiki á að vera í landsliðinu. Það er auglýsing fyrir mig að vera hérna núna."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner