Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 09. janúar 2021 20:40
Aksentije Milisic
Brighton að ganga frá kaupum á Caicedo
Brighton er að ganga frá kaupum á landsliðmanni Ekvador, Moises Caicedo.

Caicedo, sem var mikið orðaður við Manchester United, virðist nú vera á leið til Brighton en Independiente del Valle hefur samþykkt tilboð Brighton sem hljómar upp á 4,5 milljónir punda.

Talið var að Manchester United væri á eftir leikmanninum en félagið ákvað hins vegar að gera ekki tilboð í Caicedo.

Fjölmörg lið höfðu áhuga á hinum 19 ára Caicedo en ásamt Manchester United voru Chelsea, West Ham, Newcastle United og Everton að fylgjast með leikmanninum.

Caicedo hefur spilað fjóra leiki fyrir landslið Ekvador.
Athugasemdir
banner