Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 09:05
Elvar Geir Magnússon
Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal
Powerade
Amad Diallo hefur náð samkomulagi um nýjan samning við Man Utd.
Amad Diallo hefur náð samkomulagi um nýjan samning við Man Utd.
Mynd: EPA
Mbeumo á óskalista Arsenal.
Mbeumo á óskalista Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ipswich er að kaupa Philogene.
Ipswich er að kaupa Philogene.
Mynd: Getty Images
Antony hafnaði Olympiakos.
Antony hafnaði Olympiakos.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur í slúðurheima. Leikmannamál Manchester United og fleira í pakka dagsins.

Amad Diallo (22), kantmaður Fílabeinsstrandarinnar, hefur náð samkomulagi við Manchester United um nýjan samning. (ESPN)

Kobbie Mainoo (19) og Alejandro Garnacho (20) eiga báðir framtíð hjá Manchester United þrátt fyrir áhyggjur félagsins af því að brjóta fjárhagsreglur um hagnað og sjálfbærni. (Sky Sports)

Manchester United þarf að selja til að fjármagna 60 milljóna evra kaup á portúgalska vinstri bakverðinum Nuno Mendes (22) frá Paris St-Germain, 22. (Independent)

AC Milan hefur áhuga á að fá Marcus Rashford (27), framherja Manchester United og enska landsliðsins, á láni - en vill aðeins borga helming af launum hans. (Times)

Bryan Mbeumo (25), framherji Brentford og Kamerún, er á óskalista Arsenal fyrir sumargluggann. (Florian Plettenberg)

Ipswich Town hefur náð samkomulagi við Aston Villa um 20 milljóna punda kaup á vængmanninum Jaden Philogene (22). Hann er á leið í læknisskoðun. (BBC)

Þýsku félögin Bayer Leverkusen, RB Leipzig, Mainz, Borussia Dortmund og Stuttgart vilja öll fá James McAtee (22), miðjumann Manchester City. (Telegraph)

Manchester City hefur áhuga á sóknarmanninum Omar Marmoush (25) sem er metinn á 50 milljónir punda. Félag hans, Eintracht Frankfurt, vill ekki selja hann í þessum glugga þar sem liðið er í baráttu um Meistaradeildarsæti. (Guardian)

Manchester City er að íhuga að fá bakvörðinn Ola Aina (28), leikmann Nottingham Forest og Nígeríu. (GiveMeSport)

Manchester United veit að fulltrúar enska framherjans Marcus Rashford (27) eru í viðræðum við AC Milan. (Sky Sports)

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo vill sameinast fyrrum liðsfélaga sínum Casemiro (32) og hefur hvatt Al-Nassr til að kaupa brasilíska miðjumanninn frá Manchester United. (Mirror)

Manchester City er langt komið í viðræðum um að fá Abdukodir Khusanov (20), miðvörð Lens og Úsbekistan, á 30 milljónir pund. (Teamtalk)

Brasilíski kantmaðurinn Antony (24) hefur hafnað möguleikanum á að ganga til liðs við gríska félagið Olympiakos en vill samt fara frá Manchester United. (Mirror)

West Ham hefur áhuga á enska miðjumanninum Kiernan Dewsbury-Hall (26) og gæti gert Chelsea lánstilboð. (Independent)

Tim Steidten, yfirmaður fótboltamála hjá West Ham, gæti einnig yfirgefið félagið eftir að Julen Lopetegui var rekinn. (Guardian)

Inter er að undirbúa tilboð í Oleksandr Zinchenko (28), úkraínska varnarmanninn hjá Arsenal. (Sun)

Aston Villa er að fylgjast með enska kantmanninum Jamie Jermaine Bynoe-Gittens (20) hjá Borussia Dortmund. (Caught Offside)

Crystal Palace hefur haft samband við Millwall um möguleikann á að fá enska kantmanninn Romain Esse (19). (Standard)

Slóvakíski markvörðurinn Martin Dubravka (35) hefur náð munnlegu samkomulagi við Al-Shabab í Sádi-Arabíu en bíður eftir lokaákvörðun frá Newcastle. (Fabrizio Romano)

Swansea City hefur lagt fram nýtt tilboð í velska varnarmanninn Joe Low (22) hjá Wycombe Wanderers eftir að því fyrsta var hafnað. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner