FH-ingar eru að byrja með fótboltaæfingar fyrir börn á grunnskólaaldri sem lifa við fötlun eða þroskaskerðingu.
Æfingarnar fara fram í Dvergnum í Kaplakrika á miðvikudögum og föstudögum frá 16.00-17.00.
Leikmenn hitta í anddyri Kaplakrika og fara saman inn í Dverg.
Jón Páll Pálmason sér um yfirþjálfun á flokknum og er hægt að fá nánari upplýsingar hjá honum í síma 6949495 eða á netfangið [email protected]
Athugasemdir