Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. febrúar 2023 12:37
Elvar Geir Magnússon
Mbappe vill verða samherji Bernardo Silva að nýju
Kylian Mbappe og Bernardo Silva voru samherjar hjá Mónakó.
Kylian Mbappe og Bernardo Silva voru samherjar hjá Mónakó.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain vill kaupa Bernardo Silva frá Manchester City í sumar. Kylian Mbappe er sagður setja þrýsting á PSG, hann vill verða samherji Silva að nýju en þeir spiluðu saman hjá Mónakó á sínum tíma.

Hávær orðrómur hefur verið í síðustu gluggum að Silva vilji yfirgefa City og Barcelona hefur áhuga á honum. Spænska félagið þarf hinsvegar að draga saman seglin í launakostnaði.

Luis Campos, fótboltaráðgjafi PSG, var íþróttastjóri Mónakó þegar Bernardo Silva var fenginn þangað. Portúgalinn og Mbappe fóru á kostum þegar Mónakó varð Frakklandsmeistari 2017.

Hjá Manchester City hefur Silva, sem er 28 ára, unnið ellefu bikara á sex árum og er sagður vilja takast á við nýja áskorun. Samningur hans við félagið er til 2025.

Daily Mail segir að Manchester City vilji fá um 70 milljónir punda fyrir Bernardo Silva ef hann verður seldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner