Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. mars 2023 13:00
Elvar Geir Magnússon
Diacre rekin fjórum mánuðum fyrir HM (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Corinne Diacre hefur verið rekin sem þjálfari franska kvennalandsliðsins, aðeins fjórum mánuðum fyrir HM.

Diacre er látin fara eftir að margir lykilmenn liðsins, þar á meðal fyrirliðinn Wendie Renard, sögðust ekki ætla að spila fyrir landsliðið undir hennar stjórn.

Franska fótboltasambandið hefur nú rekið Diacre og sagt að ekki hafi verið annað hægt í ljósi stöðunnar.

Diacre neitaði sjálf að segja af sér þegar leikmenn hópuðust í verkfall og segir að fólk sé að reyna að eyðileggja orðspor sitt. Mörg umdeild mál lita feril hennar. Henni hefur verið líkt við einræðisherra, eða einræðisfrú og fengið viðurnefnið „drekinn"

Frakkland er í F-riðli með Brasilíu, Jamaíku og Panama.

Sjá einnig:
Corinne Diacre, harðstjórinn sem bjó til eitrað andrúmsloft
Athugasemdir
banner