Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 09. apríl 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville: Alltof mikið fjárhagslegt bil milli úrvals- og B-deildarinnar
Gary Neville var alls ekki sá leikmaður sem Leeds stuðningsmenn elskuðu mest. Neville var leikmaður Manchester United og sagði á sínum tíma að hann myndi aldrei spila fyrir Leeds, Liverpool og Manchester City.

Í dag er hann búinn að vinna marga af þeim sem þoldu hann ekki sem leikmann yfir á sitt band í nýrri stöðu en Neville er sérfræðingur hjá Sky Sports.

Í vikunni var hann í hlaðvarpsþætti á vegum Sky og barst talið að fjárhagslegri stöðu félaga á Englandi en hún er í brennidepli vegna kórónaveirunnar. Neville segir að útdeiling fjármagns sé ekki rétt þegar kemur að muninum á efstu deild og Championship.

„Það er mikill galli á skipulaginu þegar kemur að peningamálum í enskum fótbolta. Þetta er eitthvað sem ég hef bent á í mörg ár og vill að yfirvaldið breyti," sagði Neville.

„Við erum með hina frábæru úrvalsdeild og þar fær neðsta liðið 100 milljónir punda. Svo kemurðu í B-deildina og þar fær efsta liðið, Leeds, þrjár milljónir og það sjá það allir að það er galið. Það þarf að endurhugsa þetta," sagði Neville.
Athugasemdir
banner