Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 09. apríl 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Bruno Fernandes sá með öðru auga í vítaspyrnunni
Bruno Fernandes sá ekkert með öðru auganu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu undir lokin í 2-0 sigri á Granada í Evrópudeildinni í gær.

Vítaspyrnan var dæmd eftir að Yan Brice fór í andlitið á Fernandes.

Portúgalinn missti tímabundið sjón á öðru auga en hann fór samt á vítapunktinn og skoraði.

„Augun hans eru rauð og það er ákveðinn hæfileki að skora með einungis eitt auga opið," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner