El Classico er um helgina og hefur hann sjaldan verið mikilvægari heldur en nú.
Atletico Madrid hefur verið að tapa mikið af stigum undanfarið og nú eru Barcelona og Real Madrid heldur betur farin að narta í toppinn.
Atletico er einu stigi á undan Barcelona og þremur á undan Real Madrid. Atletico mætir Real Betis um helgina á meðan Real Madrid og Barcelona mætast á æfingasvæði Real.
Sergio Ramos, sem er meiddur og missir af þessum slag, hefur sagt að Real væri með fleiri titla ef Messi hefði ekki verið allan þennan tíma hjá Barcelona.
Ramos hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og spænsku deildina fimm sinnum.
„Við þjáðumst gegn Messi í gegnum árin. Ef hann væri ekki hjá Barcelona þá værum við mögulega búnir að vinna fleiri titla," sagði Ramos.
„Það var tími þegar við mættum besta Barcelona liðinu í sögunni. Við vorum með frábæran þjálfara eins og Jose Mourinho. En það var erfitt að vinna þá."
„Við unnum ekki mikið og það var mikill hiti í þessum leikjum, sem var annaðhvort þeim eða okkur að kenna."
Athugasemdir