Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 09. maí 2017 22:35
Stefnir Stefánsson
Kjartan: Fyrst og síðast hundfúll að hafa tapað þessum leik
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson þjálfari Hauka
Kjartan Stefánsson þjálfari Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar biðu lægri hlut gegn grönnum sínum í FH í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en leikið var á Schenkervellinum í Hafnarfirði.

Kjartan Stefánsson þjálfari Hauka var að vonum vonsvikinn með leikinn en Haukar eru enn stigalausir þegar þrjár umferðir eru búnar.

„Ég er reyndar sáttur með fyrri hálfleikinn að mörgu leyti, en þessi færi, þessi fjölmörgu færi sem við fengum, við vorum bölvaðir klaufar að nýta þau ekki." sagði Kjartan en lið hans fór ansi illa með nokkur dauðafæri í fyrri hálfleiknum.

„Við fáum þetta svolítið í bakið, við hefðum alveg getað verið komin í stöðuna 3-0," hélt Kjartan áfram.

„Fyrst og síðast er ég hundfúll að hafa tapað þessum leik, erum án stiga og okkur langaði í þessi þrjú stig. Eftir leik hefði ég kannski verið sáttur með eitt stig en í hálfleik hefði ég ekki verið sáttur við eitt stig." sagði Kjartan en leikur Hauka var gríðarlega kaflaskiptur svo ekki sé meira sagt. Liðið virtist vera með leikinn í hendi sér í fyrri hálfleik en þær mættu ekki til leiks í þeim seinni.

Nánar er rætt við Kjartan í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner