sun 09. maí 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Af hverju er hann að renna út á samning? - Búið að bjóða Sölva samning"
Óli Jó
Óli Jó
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Sölvi í leiknum gegn Stjörnunni
Sölvi í leiknum gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikið hefur verið rætt og ritað um Sölvamálið svokallaða. Hér birtist þriðja fréttinn um málið þennan sunnudagsmorguninn. Ástæðan fyrir því er sú að málið væri rætt bæði í útvarpsþættinum Fótbolti.net og Pepsi Max-stúkunni í gær.

Stjarnan mætir Keflavík í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort að Sölvi Snær Guðbjargarson verði með Stjörnunni í leiknum. Samningur hans við Stjörnuna rennur út eftir tímabilið og segir sagan að stjórnarmenn Stjörnunnar vilji ekki að hann spili þar til hann ákveði að vera áfram eða halda annað.

Lestu meira um Sölvamálið:
Grafalvarlegt mál, þvæla, stælar og bull - Stjórnarmenn hringi í Sölva og biðji hann afsökunar
Ætlar Þorvaldur að sætta sig við það að stjórnin ráði hvort Sölvi spili?

Málið var rætt í Pepsi Max-stúkunni og hafði Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari FH, Hauka, landsliðsins, Vals og síðast þjálfari Stjörnunnar með Rúnari, þetta að segja.

„Þú ert með leikmann sem er að renna út á samningi, ég lenti í þessu líka með leikmann. Sá leikmaður kom til mín og sagði á miðju tímabili að hann væri búinn að skrifa undir hjá öðru félagi. Ég hugsaði málið aðeins og sagði svo við hann að þú verður ekkert meira í hóp hjá mér. En ég tók þá ákvörðun (ekki stjórnarmenn), mér finnst það öðruvísi," sagði Óli.

„Svo er það hinn handleggurinn, þú ert með ungan og efnilegan leikmann. Af hverju er hann að renna út á samning? Ég veit að það er búið að bjóða Sölva samning. Ef þú virkilega vilt halda leikmanni þá bara semuru við hann."

„Ég er klár á því að uppalinn leikmaður, hvort sem það er hjá Stjörnunni, KR eða Þrótti eða hvað það er, hann vill vera í sínu félagi. En það þarf að sýna þessum mönnum virðingu og semja við þá. Ég held að það sé líka partur af þessu,“
sagði Óli.
Athugasemdir
banner
banner
banner