Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 09. maí 2022 11:15
Fótbolti.net
Sterkastur í 4. umferð - Skorar í öllum regnbogans litum
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Leikmaður umferðarinnar.
Leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið algjörlega magnaður með Breiðabliki í upphafi Bestu deildarinnar og er kominn með sex mörk. Hann skoraði tvö í 5-1 sigri Blika gegn ÍA á Akranesi.

Hann var algjörlega frábær í leiknum og var valinn maður leiksins og er að auki maður umferðarinnar.

Eins og Morgunblaðið fjallaði um þá eru 26 ár liðin síðan leikmaður byrjaði betur í efstu deild.

Ísak hefur verið í úrvalsliði umferðarinnar í öllum umferðunum hingað til og þessi umferð engin undantekning. Þá er hann leikmaður umferðarinnar í annað sinn.

Sjá einnig:
Myndir: Ísak ruglaðist þegar hann var tekinn af velli - „Blendnar tilfinningar"

Bjarki Már Ólafsson leikgreinandi bendir á fjölhæfni Ísaks í þeim mörkum sem hann hefur skorað. Twitter færslu Bjarka má sjá hér fyrir neðan.

Seinna mark Ísaks á Skaganum var sérstaklega glæsilegt:

„Hvað er að þessum gæja!!??? Oliver tapaði boltanum eða Dagur Dan vann hann og Gísli kemur boltanum út til hægri. Jason Daði rennir boltanum á Höskuld og sóknin endar á fyrirgjöf frá Höskuldi sem hrekkur af Köhler til Ísaks sem þrumar boltanum á lofti og í mark Skagamanna. Falleg afgreiðsla," skrifaði Sæbjörn Steinke í lýsingu á markinu í textalýsingu Fótbolta.net.

Leikmenn umferðarinnar:
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)



Sjá einnig:
Sterkasta lið 4. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner