Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. maí 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vonar að Fannar sé ekki alvarlega meiddur eftir óhapp í Boganum
Lengjudeildin
Fannar Daði Malmquist Einarsson
Fannar Daði Malmquist Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór vann sterkann sigur á Kórdrengjum í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar um helgina. Leik lauk með 1-0 sigri liðsins en Harley Willard skoraði markið eftir frábæran undirbúning Jewook Woo.


Woo kom inn á sem varamaður snemma í leiknum en hann var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir félagið. Hann kom inn á fyrir Fannar Daða Malmquist Gíslason sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

Hann varð fyrir því óláni að festast í grasinu í Boganum og slasa sig í hnénu. Aðstaðan í Boganum hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en Guðmann Þórisson fyrirliði Kórdrengja gagnrýndi KSÍ meðal annars, í viðtali við Fótbolta.net, fyrir að leikurinn hafi farið fram í Boganum.

Daði Bergsson leikmaður Kórdrengja þurfti einnig að fara af velli vegna meiðsla í leiknum.

Þorlákur Árnason þjálfari Þórs býst við því að Fannar verði frá næstu vikurnar.

„Það er ekki vitað, hann verður frá í einhverjar vikur við vonum að þetta sé ekki alvarlegt, það lítur út fyrir að þetta sé ekki alvarlegt en hann er klárlega frá næstu vikur myndi ég giska," sagði Þorlákur.


Guðmann brjálaður - „Hversu margir þurfa að slíta krossbönd?"
Þorlákur Árna: Hörku leikur hjá Hvolpasveitinni
Athugasemdir
banner
banner
banner