Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. júní 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhugi á Sævari - „Einn af betri leikmönnum deildarinnar í vor"
Bætingin líkamlega rannsóknarefni
Sævar Atli á landsliðsæfingu í dag.
Sævar Atli á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann er einn besti pressuspilarinn í deildinni, engin spurning um það.
Hann er einn besti pressuspilarinn í deildinni, engin spurning um það.
Mynd: Getty Images
Sævar Atli Magnússon átti virkilega gott tímabil með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í vetur. Sævar, sem er 22 ára, var á sínu öðru tímabili í Danmörku og tók miklum framförum.

Fótbolti.net ræddi við Frey Alexandersson, þjálfari Lyngby, í upphafi vikunnar og var þjálfarinn spurður út í Sævar. Sóknarmaðurinn skoraði sex mörk og lagði upp sex í 28 deildarleikjum í vetur. Tímabilið á undan skoraði hann fjögur og lagði upp þrjú.

Hverju miklum framförum hefur Sævar tekið í vetur?

„Hann hefur, eins og mjög margir aðrir, tekið mjög miklum framförum. Líkamlega hefur hann bætt sig rosalega mikið, eiginlega rannsóknarefni hvað hann er búinn að bæta sig mikið í líkamlega þættinum. Hann er orðinn nautsterkur; búinn að æfa eins og skepna."

„Svo er hann búinn að taka frumkvæði inn á vellinum; orðinn leiðtogi. Hann er einn besti pressuspilarinn í deildinni, engin spurning um það. Hann er búinn að spila sem tía, sem átta, sem senter og sem kantur, allt eftir því hvernig við getum notað hann best í tengslum við pressur og tengingar við leikmenn sem hann tikkar með. Hann er búinn að vera gjörsamlega stórkostlegur; búinn að vera einn af betri leikmönnum deildarinnar í vor."


Svo lengi sem ég get gert eitthvað fyrir peninginn
Sævar á eitt ár eftir af samningi sínum við Lyngby og var umtalið á þá vegu að sama hvort Lyngby færi niður eða ekki, félög myndu hafa áhuga á því að fá Sævar í sínar raðir.

„Það er áhugi á Sævari, engin spurning og það er verðskuldað fyrir hann. Ég vona að við höldum honum en ef það kemur eitthvað frábært fyrir hann þá gleðst ég með honum - svo lengi sem ég fæ góðan pening fyrir hann og get gert eitthvað fyrir peninginn," sagði Freysi.

Viðtalið við Freysa má nálgast hér að neðan og einnig viðtal sem var tekið við Sævar sjálfan.
Leið næstum yfir Freysa - „Ótrúlega stoltur að hafa staðið með sjálfum mér"
Sævar Atli: Mesta afrek á mínum fótboltaferli
Athugasemdir
banner
banner