Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fös 09. júní 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Garcia aftur kominn til Real Madrid (Staðfest)
Mynd: EPA
Real Madrid hefur fengið Fran Garcia aftur í sínar raðir og skrifar vinstri bakvörðurinn undir fjögurra ára samning við spænsku bikarmeistaranna.

Garcia, sem er 23 ára, kom upp í gegnum unglingastarf Real áður en hann hélt til Rayo Vallecano þar sem hann hefur spilað síðustu þrjú tímabil.

Real mun kynna hann á mánudag. Hann er ekki eini leikmaðurinn sem Real er að krækja í því Jude Bellingham er að ganga í raðir félagsins frá Borussia Dortmund. Svo er félagið í leit að framherja eftir að Karim Benzema hélt til Sádí-Arabíu.

Garcia á leiki fyrir öll yngri landslið Spánar. Hann er tiltölulega lágvaxinn en það hefur ekki komið að sök hjá Rayo þar sem hann hefur verið fastamaður frá komu sinni.

Real setti ákvæði í kaupsamningin við Rayo á sínum tíma að félagið gæti fengið Garcia til baka á fimm milljónir evra. Félagið nýtti sér það ákvæði á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner