Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 09. júní 2023 10:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grótta mun óska eftir frestunum - Vildi sjá einn í viðbót
Lengjudeildin
watermark Arnar Daníel.
Arnar Daníel.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
watermark Arnar Númi.
Arnar Númi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta á tvo fulltrúa í U19 landsliðinu sem fer til Möltu í næsta mánuði til að taka þátt í lokakeppni EM.

Það eru þeir Arnar Daníel Aðalsteinsson og Arnar Númi Gíslason. Númi er á láni frá Breiðabliki.

Þrjár umferðir fara fram í Lengjudeildinni á meðan mótið er í gangi. Chris Brazell, þjálfari Gróttu, var spurður hvort Grótta myndi óska eftir því að leikjum liðsins yrði frestað vegna U19 mótsins.

„Við munum pottþétt biðja um frestun," sagði enski þjálfarinn.

Hann staðfesti það í samtali við Þorstein Hauk Harðarson eftir leikinn gegn Fjölni í gær.

Þá kom hann einnig inn á það að hann hefði viljað sjá Sigurð Steinar Björnsson fá kallið líka.

„Hann spilar í hverri viku í þessari deild. Ég hef ekki náð að óska hinum tveimur til hamingju ennþá. Ég vona að þeir haldi áfram að einbeita sér að næstu leikjum og að bæta sig en svo þegar mótið byrjar hlakka ég til að horfa á og ég vona að þeir standi sig vel," sagði Brazell.

Mótið fer fram dagana 3.-16. júlí.

Leikir Gróttu á meðan mótinu stendur
fimmtudagur 6. júlí
18:00 Þór-Grótta (Þórsvöllur)

miðvikudagur 12. júlí
19:15 Grótta-ÍA (Vivaldivöllurinn)

sunnudagur 16. júlí
14:00 Grótta-Grindavík (Vivaldivöllurinn)

Sjá einnig:
U19 hópurinn fyrir EM
Þau félög sem eru með leikmenn í hópnum geta óskað eftir frestun
Chris Brazell: Galið að spila hérna inni í júní
Athugasemdir
banner
banner