Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 09. júní 2023 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Hitti Torres í Friðheimum - „Borðaði skál eftir skál"
Félagarnir
Félagarnir
Mynd: Aðsend

Fernando Torres gerði garðinn frægan með Liverpool á sínum tíma en það sást til hans á Íslandi í dag.


Torres lék 142 leiki og skorað 81 mark fyrir Liverpool frá 2007-2011 en gekk síðan til liðs við Chelsea og náði ekki að sýna sitt rétta andlit þar.

Vísir.is greindi frá því að Torres væri á landinu en það sást til hans borða í gróður- og veitingahúsinu Friðheimum í Reykholti.

Tryggvi Örn Gunnarsson, starfsmaður í þróun hjá Kerecis, var þar ásamt nokkrum vinnufélögum sínum þegar hann sá til einn af sínum uppáhalds leikmönnum.

„Hann var svo lengi að borða. Hann borðaði skál eftir skál [af tómatsúpu] og var með fullt borð af mat,“ sagði Tryggvi í samtali við Vísi.

Loks nýtti Tryggvi sér tækifærið og bað um bolamynd með Torres sem þóttist þá ekki vera þekktur en að lokum tókst honum að fá mynd.


Athugasemdir
banner
banner