Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 09. júní 2024 20:32
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Adam Ægir Pálsson í leik með Val
Adam Ægir Pálsson í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var kaflaskiptur, við vorum fínir í fyrri hálfleik í byrjun en slökuðum svo aðeins á. Keflavík er bara með hörkulið og lítið breytt frá því í fyrra.“ Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals og fyrrum leikmaður Keflavíkur um leikinn eftir dramatískan sigur Vals í vítaspyrnukeppni í viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Adam byrjaði leikinn á varamannabekk Vals á gamla heimavellinum í dag. Hlutskipti sem fáir góðir leikmenn sætta sig við almennt.

„Já ég er alltaf fúll að vera á bekknum, Ég vill spila alla leiki og byrja þá svo að þetta er fúlt en svona er þetta.“

Er líða fór undir lok framlengingar leit allt vel út fyrir Val. Verandi 3-2 yfir og teljandi í sekúndum hvað eftir væri af leiknum kom þó höggið og Keflavík jafnar.

„Ég var svo sár, þetta var ótrúlega leiðinlegt. Við eigum það til stundum að fá á okkur mark í lokin og við þurfum að læra af þessu þetta er ekki í boði. En Keflavík á þetta til þeir eru með gott hjarta og eru góðir í þessu. “

Adam vakti athygli á samfélagsmiðlinum X á föstudagskvöldið þegar hann svararði færslu Match of the day á BBC á miðlinum. Þar kom hann á framfæri tengslum sínum við Jón Dag Þorsteinsson sem skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley það kvöldið. Adam var sáttur með sinn mann á Wembley og enn sáttari að geta bent á tengsl sín við hann.

„Sturlað mark, ég er vanur að sjá hann skjóta í fjær en þarna ákvað hann að fara á nær. Við höfum átt góða tíma saman í London þegar hann var í Fulham og mér fannst gott að minna á það. “

„Maður er athyglissjúkur og þarf á einhvern hátt að koma sér í sviðsljósið.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner