Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   sun 09. júní 2024 20:32
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Adam Ægir Pálsson í leik með Val
Adam Ægir Pálsson í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var kaflaskiptur, við vorum fínir í fyrri hálfleik í byrjun en slökuðum svo aðeins á. Keflavík er bara með hörkulið og lítið breytt frá því í fyrra.“ Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals og fyrrum leikmaður Keflavíkur um leikinn eftir dramatískan sigur Vals í vítaspyrnukeppni í viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Adam byrjaði leikinn á varamannabekk Vals á gamla heimavellinum í dag. Hlutskipti sem fáir góðir leikmenn sætta sig við almennt.

„Já ég er alltaf fúll að vera á bekknum, Ég vill spila alla leiki og byrja þá svo að þetta er fúlt en svona er þetta.“

Er líða fór undir lok framlengingar leit allt vel út fyrir Val. Verandi 3-2 yfir og teljandi í sekúndum hvað eftir væri af leiknum kom þó höggið og Keflavík jafnar.

„Ég var svo sár, þetta var ótrúlega leiðinlegt. Við eigum það til stundum að fá á okkur mark í lokin og við þurfum að læra af þessu þetta er ekki í boði. En Keflavík á þetta til þeir eru með gott hjarta og eru góðir í þessu. “

Adam vakti athygli á samfélagsmiðlinum X á föstudagskvöldið þegar hann svararði færslu Match of the day á BBC á miðlinum. Þar kom hann á framfæri tengslum sínum við Jón Dag Þorsteinsson sem skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley það kvöldið. Adam var sáttur með sinn mann á Wembley og enn sáttari að geta bent á tengsl sín við hann.

„Sturlað mark, ég er vanur að sjá hann skjóta í fjær en þarna ákvað hann að fara á nær. Við höfum átt góða tíma saman í London þegar hann var í Fulham og mér fannst gott að minna á það. “

„Maður er athyglissjúkur og þarf á einhvern hátt að koma sér í sviðsljósið.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner