Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 09. júní 2024 20:32
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Adam Ægir Pálsson í leik með Val
Adam Ægir Pálsson í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var kaflaskiptur, við vorum fínir í fyrri hálfleik í byrjun en slökuðum svo aðeins á. Keflavík er bara með hörkulið og lítið breytt frá því í fyrra.“ Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals og fyrrum leikmaður Keflavíkur um leikinn eftir dramatískan sigur Vals í vítaspyrnukeppni í viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Adam byrjaði leikinn á varamannabekk Vals á gamla heimavellinum í dag. Hlutskipti sem fáir góðir leikmenn sætta sig við almennt.

„Já ég er alltaf fúll að vera á bekknum, Ég vill spila alla leiki og byrja þá svo að þetta er fúlt en svona er þetta.“

Er líða fór undir lok framlengingar leit allt vel út fyrir Val. Verandi 3-2 yfir og teljandi í sekúndum hvað eftir væri af leiknum kom þó höggið og Keflavík jafnar.

„Ég var svo sár, þetta var ótrúlega leiðinlegt. Við eigum það til stundum að fá á okkur mark í lokin og við þurfum að læra af þessu þetta er ekki í boði. En Keflavík á þetta til þeir eru með gott hjarta og eru góðir í þessu. “

Adam vakti athygli á samfélagsmiðlinum X á föstudagskvöldið þegar hann svararði færslu Match of the day á BBC á miðlinum. Þar kom hann á framfæri tengslum sínum við Jón Dag Þorsteinsson sem skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley það kvöldið. Adam var sáttur með sinn mann á Wembley og enn sáttari að geta bent á tengsl sín við hann.

„Sturlað mark, ég er vanur að sjá hann skjóta í fjær en þarna ákvað hann að fara á nær. Við höfum átt góða tíma saman í London þegar hann var í Fulham og mér fannst gott að minna á það. “

„Maður er athyglissjúkur og þarf á einhvern hátt að koma sér í sviðsljósið.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner