Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   sun 09. júní 2024 20:07
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Grétars: Hádramatískur bikarleikur eins og þeir gerast bestir
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara hádramatískur bikarleikur eins og þeir gerast bestir fyrir áhorfendur. En þetta tekur á hjartað fyrir þá sem eru fyrir utan.“ Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals um leikinn eftir mjög svo dramatískan sigur Vals á liði Keflavíkur í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld, En vítaspyrnukeppni þurfti til að fá fram sigurvegara.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Bikarleikir eiga oft sitt eigið líf og þá sérstaklega þegar andstæðingurinn er á pappírunum veikari. Hvernig var undirbúningi Vals háttað fyrir leikinn?

„Þetta er bara allt eða ekkert leikur. Við vorum búnir að horfa slatta mikið á Keflavík og vissum alveg hvaða liði við værum að fara að mæta. Vissum það líka að við værum að fara að spila á ekki rennisléttum grasvelli sem gerir hlutina aðeins erfiðari fyrir bæði lið. Við reyndum að fara varfærnislega inn í þetta með það að vera ekki að spila út frá markmanni heldur fara langt og vinna boltann þar og mér fannst við gera það ágætlega í leiknum.“

Valsmenn hljóta að þakka fyrir það að leikurinn fór fram inn í miðju landsleikjahléi í deildinni og þá sérstaklega í ljósi þess að hann fór alla leið í framlengingu. Nokkuð sem kann að reynast dýrmætt fyrir næsta deildarleik gegn Víkingum.

„Við könnuðum málið hvort að það væri ekki möguleiki á því. Ég held að það sé líka gott fyrir Keflavík upp á leikjaálag. Núna höfum við níu daga fyrir leikinn gegn Víking í stað kannski fjóra eða fimm sem er bara kærkomið.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir