Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   sun 09. júní 2024 20:07
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Grétars: Hádramatískur bikarleikur eins og þeir gerast bestir
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara hádramatískur bikarleikur eins og þeir gerast bestir fyrir áhorfendur. En þetta tekur á hjartað fyrir þá sem eru fyrir utan.“ Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals um leikinn eftir mjög svo dramatískan sigur Vals á liði Keflavíkur í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld, En vítaspyrnukeppni þurfti til að fá fram sigurvegara.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Bikarleikir eiga oft sitt eigið líf og þá sérstaklega þegar andstæðingurinn er á pappírunum veikari. Hvernig var undirbúningi Vals háttað fyrir leikinn?

„Þetta er bara allt eða ekkert leikur. Við vorum búnir að horfa slatta mikið á Keflavík og vissum alveg hvaða liði við værum að fara að mæta. Vissum það líka að við værum að fara að spila á ekki rennisléttum grasvelli sem gerir hlutina aðeins erfiðari fyrir bæði lið. Við reyndum að fara varfærnislega inn í þetta með það að vera ekki að spila út frá markmanni heldur fara langt og vinna boltann þar og mér fannst við gera það ágætlega í leiknum.“

Valsmenn hljóta að þakka fyrir það að leikurinn fór fram inn í miðju landsleikjahléi í deildinni og þá sérstaklega í ljósi þess að hann fór alla leið í framlengingu. Nokkuð sem kann að reynast dýrmætt fyrir næsta deildarleik gegn Víkingum.

„Við könnuðum málið hvort að það væri ekki möguleiki á því. Ég held að það sé líka gott fyrir Keflavík upp á leikjaálag. Núna höfum við níu daga fyrir leikinn gegn Víking í stað kannski fjóra eða fimm sem er bara kærkomið.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner