Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   sun 09. júní 2024 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliðinn biðst afsökunar á vítaklúðrinu: Mér þykir þetta ótrúlega leitt
Nacho Heras
Nacho Heras
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho Heras, fyrirliði Keflavíkur, hefur beðist afsökunar á að hafa klúðrað vítaspyrnu sinni í bikarleiknum gegn Val á HS Orku vellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Baráttuglaðir Keflvíkingar veittu Valsmönnum hörkuleik í Keflavík.

Valsmenn komust yfir en Keflvíkingar náðu að snúa taflinu við með mörkum frá Ásgeiri Páli Magnússyni og Degi Inga Valssyni.

Gestirnir jöfnuðu aftur er Gunnlaugur Fannar Guðmundsson setti boltann í eigið net. Lengjudeildarlið Keflavíkur komst í framlengingu gegn einu sterkasta liði landsins og lenti þar aftur undir áður en hinn ungi og efnilegi Gabríel Aron Sævarsson jafnaði undir lok framlengingar og náði þar með að knýja fram vítaspyrnukeppni.

Nacho Heras var sá einin sem klúðraði af vítapunktinum, en Frederik Schram varði arfaslakt víti Spánverjans. Valsmenn skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum og tryggði sæti sitt í undanúrslit bikarsins.

Fyrirliði Keflavíkur var niðurbrotinn yfir úrslitunum enda vítaspyrna hans sem kostaði liðið.

„Mér þykir þetta ótrúlega leitt,“ skrifaði leikmaðurinn á Facebook-síðu sinni.

Keflvíkingar geta engu að síður gengið stoltir frá borði eftir magnað ævintýri í bikarnum, en liðið henti út bæði Breiðablik og ÍA áður en það tapaði naumlega fyrir Val.
Athugasemdir
banner
banner