Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. júlí 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli um Ísak: Fótboltaheili og góður í fótbolta
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Getty Images
Hann hefur skorað eitt og lagt upp þrjú í fimm leikjum
Hann hefur skorað eitt og lagt upp þrjú í fimm leikjum
Mynd: Norrköping
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur byrjað afar vel með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni en hann hefur skorað eitt og lagt upp þrjú í fyrstu fimm leikjunum.

Ísak Bergmann er 17 ára gamall en hann gekk til liðs við Norrköping á síðasta ári frá ÍA.

Hann hefur heldur betur heillað í byrjun leiktíðar í Svíþjóð og hefur tekist að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Norrköping.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, er faðir Ísaks, en hann ræddi við Fótbolta.net um frammistöðu hans í Svíþjóð.

„Hann er að uppskera eftir vinnunni sem hann er tilbúinn að leggja á sig. Frábær fótboltaheili og góður í fótbolta en fyrst og fremst búinn að leggja hart að sér og klár í að spila í Allsvenskunni," sagði Jóhannes við Fótbolta.net.

„Frammistaðan hefur verið frábær. Leggja upp mörk og skorar sitt fyrsta mark sem er frábært en hann er bara rétt að byrja.

„Miðað við hvernig undirbúningstímabilið var og hvernig það þróaðist þá var hann að spila ansi mikið og þetta leikjastopp, þetta byrjaði ekki á réttum tíma en það hafði engin áhrif á hann. Hann var duglegur að æfa og ætlaði sér að vera í toppstandi þegar hann fengi tækifærið og hann greip það."

„Hann þarf að halda áfram að vinna fyrir hlutunum en hann er að fara að spila helling á þessu tímabili sem er frábært,"
sagði hann ennfremur.

Jóhannes átti afar sjálfur frábæran feril en hann var spurður að lokum hvor væri beri, hann eða Ísak?

„Hann er mikið betri," svaraði Jóhannes án þess að hugsa sig tvisvar um.
Jói Kalli: Pirrandi að þurfa að tala um þetta aftur og aftur
Athugasemdir
banner
banner