Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. júlí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pioli: Get ekki eytt orku í hluti sem eru ekki undir mér komnir
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan.
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan.
Mynd: Getty Images
Stefano Pioli stýrði AC Milan til endurkomusigurs á Ítalíumeisturum Juventus síðastliðið þriðjudagskvöld.

Pioli tók við Milan fyrr á þessu tímabili, en liðið hefur farið afskaplega vel af stað eftir að ítalska úrvalsdeildin hófst aftur. Liðið er búið að vinna tvö efstu liðin, Juventus og Lazio. Þó er ekki útlit fyrir að Pioli stýri liðinu áfram á næstu leiktíð.

Ralf Rangnick mun að öllum líkindum taka við Milan eftir leiktíðina, ásamt að taka við starfi sem tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu. Hinn 62 ára gamli Rangnick hefur áður stýrt RB Leipzig, Stuttgart, Schalke og Hoffenheim. Undanfarið hefur hann verið yfirmaður íþróttamála hjá Red Bull.

Pioli var spurður út í stöðuna eftir leikinn gegn Juventus og sagði hann þá: „Ég get ekki eytt orku í að hugsa um hluti sem eru ekki undir mér komnir. Ég er mjög ánægður hérna."

Milan er sem stendur í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Talið er að Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Milan, vilji að Rangnick muni vinna með Paolo Maldini á bak við tjöldin. Maldini lét Rangnick heyra það fyrir tveimur mánuðum síðan. Það er spurning hvort Gazidis nái að leysa það þannig að þeir félagar muni vinna saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner