Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. júlí 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var í yngri landsliðum í bæði fótbolta og handbolta
Alexandra í A-landsleik með fótbolta.
Alexandra í A-landsleik með fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonurnar Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru gestir í nýjasta þætti Heimavallarins.

Þær spjölluðu í meira en klukkutíma um fyrsta árið í atvinnumennsku, landsliðið og margt fleira.

Það kom fram í þættinum að Alexandra hefði einnig æft handbolta og fimleika þegar hún var yngri. Hún var í yngri landsliðunum í bæði handbolta og fótbolta.

„Ég hætti 15 ára í handbolta. Ég var á miðjunni," sagði Alexandra en hún leikir einnig inn á miðsvæðinu í fótboltanum.

„Það var alltaf þannig að ég ætlaði að velja fótboltann. Hitt var ótrúlega gaman og það var geggjað að vera í handbolta á veturnar. Þetta var orðið svolítið mikið þegar ég var 15 ára. Stundum voru þrjár æfingar á dag; afreksæfing líka."

„Það vissu alltaf allir að ég myndi velja fótbolta og ég var ekki feimin við að segja það."

Það var ekki slæm ákvörðun hjá miðjumanninum öfluga sem er núna atvinnukona með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi, og auðvitað einnig í íslenska A-landsliðinu.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Leið Karólínu og Alexöndru frá Hafnarfirði til Þýskalands
Athugasemdir
banner
banner