Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   þri 09. júlí 2024 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Caleta-Car og Vinícius keyptir til Lyon (Staðfest)
Sex leikmenn keyptir til félagsins
Abner í baráttu við Viktor Tsygankov, leikmann Girona.
Abner í baráttu við Viktor Tsygankov, leikmann Girona.
Mynd: EPA
Caleta-Car í baráttu við Kylian Mbappé í úrslitaleik franska bikarsins í lok maí.
Caleta-Car í baráttu við Kylian Mbappé í úrslitaleik franska bikarsins í lok maí.
Mynd: EPA
Ekki í fyrsta sinn sem þeir tveir mætast.
Ekki í fyrsta sinn sem þeir tveir mætast.
Mynd: EPA
Franska félagið Lyon er búið að festa kaup á varnarmönnunum Abner Vinícius og Duje Caleta-Car.

Frakkarnir borga um 8 milljónir evra fyrir Abner sem kemur úr röðum Real Betis og spilar sem sókndjarfur vinstri bakvörður.

Abner gerir fimm ára samning við Lyon eftir að hafa spilað 45 leiki á einu og hálfu ári hjá Betis. Hann er brasilískur og á þrjá leiki að baki fyrir U23 landsliðið.

Þá borgar Lyon um 6 milljónir til að kaupa Caleta-Car frá Southampton eftir að hafa leikið fyrir félagið á lánssamningi á síðustu leiktíð.

Caleta-Car er 27 ára króatískur miðvörður sem gerir þriggja ára samning við Lyon.

Caleta-Car á 24 landsleiki að baki fyrir Króatíu og var meðal bestu varnarmanna frönsku deildarinnar þegar hann lék með Marseille, áður en hann var keyptur til Southampton fyrir tveimur árum.

Hann átti erfitt uppdráttar í enska boltanum og ætlar að reyna aftur fyrir sér í Frakklandi.

Lyon er þá búið að kaupa inn sex leikmenn í sumar. Orel Mangala og Moussa Niakhaté eru komnir frá Nottingham Forest, Said Benrahma frá West Ham og Ernest Nuamah frá systurfélaginu RWD Molenbeek.


Athugasemdir
banner
banner