Bakvörðurinn Davíð Örn Atlason og miðjumaðurinn Aron Elís Þrándarson verða ekki með í Evrópuleiknum í kvöld vegna meiðsla.
„Davíð verður frá í þrjár til fjórar vikur, Aron verður mögulega í hóp í seinni leiknum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Víkingur tekur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.
„Davíð verður frá í þrjár til fjórar vikur, Aron verður mögulega í hóp í seinni leiknum," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Víkingur tekur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 0 Shamrock Rovers
Uppselt er á leikinn sem hefst 18:45 en hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir