Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   þri 09. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Here we go!" á Khéphren Thuram til Juventus
Thuram á einn A-landsleik að baki fyrir Frakkland, eftir að hafa spilað 51 leik fyrir yngri landsliðin og tvo leiki fyrir Ólympíuleikaliðið.
Thuram á einn A-landsleik að baki fyrir Frakkland, eftir að hafa spilað 51 leik fyrir yngri landsliðin og tvo leiki fyrir Ólympíuleikaliðið.
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano er búinn að setja fræga „here we go!" stimpilinn sinn á félagsskipti franska miðjumannsins Khéphren Thuram frá OGC Nice til Juventus.

Thuram er 23 ára og er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir fimm ára samningi við Juventus, sem greiðir um 25 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Thuram er sonur frönsku goðsagnarinnar Lilian Thuram og yngri bróðir Marcus Thuram, framherja franska landsliðsins og Inter.

Thuram fer í læknisskoðun í vikunni og verður kynntur sem nýr leikmaður um eða eftir næstu helgi.

Thuram verður þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Juve í sumar eftir að félagið krækti sér í brasilíska landsliðsmanninn Douglas Luiz frá Aston Villa og besta markvörð Serie A deildarinnar á síðustu leiktíð, Michele Di Gregorio.
Athugasemdir
banner
banner