Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   þri 09. júlí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd leggur fram annað tilboð í Branthwaite
Branthwaite og Dominic Calvert-Lewin á góðri stundu.
Branthwaite og Dominic Calvert-Lewin á góðri stundu.
Mynd: EPA
Manchester United er í leit að miðverði til að styrkja varnarlínuna sína fyrir næstu leiktíð og er Jarrad Branthwaite meðal efstu manna á óskalistanum.

Branthwaite er 22 ára miðvörður og hefur Everton þegar hafnað einu tilboði frá Man Utd í leikmanninn í sumar.

Núna er Man Utd búið að leggja fram nýtt og endurbætt tilboð í Branthwaite, sem Sky greinir frá að sé 50 milljóna punda virði í heildina.

Búist er við að Everton hafni þessu tilboði, þó að félagið gæti neyðst til að selja leikmenn í sumar ef fjárhagsstöðunni verður ekki bjargað með öðrum leiðum. Everton vill fá 65 til 70 milljónir punda fyrir miðvörðinn sinn.

Mögulegt er að hér sé verið að ræða um lokatilboð frá Man Utd, sem er einnig í viðræðum við FC Bayern um kaup á Matthijs de Ligt. Verðmiðinn á hollenska landsliðsmanninum eru 50 milljónir evra, eða rúmar 42 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner