Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. ágúst 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni Þórður tekur við af Sigga dúllu
Icelandair
Bjarni Þórður Halldórsson.
Bjarni Þórður Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Bjarni Þórður Halldórsson tekur af Sigurði Sveini Þórðarsyni, Sigga dúllu, sem liðsstjóri A-landsliðs karla.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagði frá því í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Það er komin ný dúlla. Þetta er tímabundin ráðning. Hann verður alla vega með okkur í haust. Hann er búinn að vera með U17 landsliðinu og þekkir umhverfið," sagði Freysi.

Bjarni er fyrrum markvörður Fylkis, Víkings, Stjörnunnar og Aftureldingu.

Hann tekur við af Sigga sem er kominn í annað starf hjá KSÍ. Nánar má lesa um það hérna.
Athugasemdir
banner
banner