Steve Bruce, stjóri Newcastle, er að leitast eftir breskum leikmönnum til þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næsta tímabil.
Bruce fær ekki að spreða háum fjárhæðum en þrátt fyrir það er Callum Wilson, framherji Bournemouth, á óskalista félagsins.
Bruce fær ekki að spreða háum fjárhæðum en þrátt fyrir það er Callum Wilson, framherji Bournemouth, á óskalista félagsins.
Talið er að Bruce fá einungis 30 milljónir punda til leikmannakaupa eftir að fjárfestarnir frá Sádi-Arabíu hættu við að kaupa klúbbinn. Þá stendur Newcastle einnig til boða að fá Jeff Hendrick frá Burnley en hann er orðinn samningslaus.
Bournemouth féll úr ensku úrvalsdeildinni og eru lið í ensku úrvalsdeildinni með augastað á nokkrum leikmönnum liðsins. Nathan Ake er farinn til Manchester City og þá er áhugi frá liðum á Josh King og David Brooks.
Newcastle United endaði í 13. sæti deildarinnar á liðinni leiktíð.
Athugasemdir